Veiðiárið 2024

Upplifðu að veiða í fallegustu ám Slóveníu 

Fluguveiði í
Slóveníu

Það er okkur sönn ánægja að geta boðið upp á sannkallaða ævintýraferð til Slóveníu, þar sem Alparnir mæta Miðjarðarhafinu. Í landinu er fjöldinn allur af veiðimöguleikum sem þú átt eftir að upplifa. Náttúrufegurðin er óviðjafnanleg, mannfólkið vinalegt og veðrið yfirleitt gott. 

Þú munt veiða í ám þar sem þú veður út til að kasta á rétta staðinn, engir bátar eru notaðir.

Því er nauðsynlegt að taka með sér góðar vöðlur. Markmið hvers dags er að veiða ólíkar tegundir silunga, þar á meðal regnbogasilung, marble trout (marmarasilung), staðbundinn urriða, lækjarlontur og grayling. Öllum fiski er sleppt og veitt er með önglum án agnhalds og nettum taumum.
Header image
29. ágúst til 2. september 2024

Ógleymanleg fjögurra nátta ferð til Slóveníu

Það er einstakt að kasta flugu fyrir fisk í Slóveníu. Náttúran og umhverfi veiðinnar er algerlega magnað. Búðu þig undir að setja í fisk í hverju kasti!

Innifalið í hverjum pakka er:
Gisting
Morgunmatur
Reyndir leiðsögumenn
VeiðiFlugur
Veiðileyfi
Taumar
Ferðir á milli veiðistaða
Verð*
260.900 kr.
Skoða ferð
*Flug er ekki innifalið í verði
1. - 5. nóvember 2024

Veiddu hinn magnaða Hucho í Slóveníu

Það er einstakt að kasta flugu fyrir fisk í Slóveníu. Náttúran og umhverfi veiðinnar er algerlega magnað. Ekki nóg með það því nú verður þú á höttunum eftir risafiski!

Innifalið í hverjum pakka er:
Gisting
Morgunmatur
Reyndir leiðsögumenn
VeiðiFlugur
Veiðileyfi
Taumar
Ferðir á milli veiðistaða
Verð*
260.900 kr.
Skoða ferð
*Flug er ekki innifalið í verði
Header image

Í samstarfi við Visitor

Fly Fishing Agency hefur hafið samstarf við ferðaskrifstofuna Visitor. Visitor hefur áralanga reynslu í bókunum og skipulagningu viðskipta- og hópferða um allan heim. Hvort sem viðskiptavinir eru litlir eða stórir getur Visitor veitt persónulega þjónustu þar sem sérstök áhersla er lögð á að finna hagstæð verð og þægilegar ferðaáætlanir í þeim fargjaldafrumskógi sem flugfélög og hótelkeðjur bjóða upp á.
Header image
Header image
Header image
Header image
Header image
Header image
Header image
Header image
Header image
Header image
Viltu vita meira?

Algengar spurningar

Er ég tryggður á þessu ferðalagi?
Hver og einn sér um sínar tryggingar ef flugið fellur niður sem dæmi.
Er alveg pottþétt að ég mun veiða fisk?
Það er aldrei neitt pottþétt en við gerum okkar allra besta að passa upp á að það gerist. En meðalveiði á dag á hvern hefur verið 10+ fiskar.
Ég finn ekki flug, getið þið aðstoðað mig?
Við setjum alltaf saman facebook hóp þar sem við tengjum alla saman, við látum vita hvaða flug okkar starfsfólk kaupir og geta flestir keypt sömu flug.
Er kalt í Slóveníu í apríl?
Meðalhitin er 10° en við höfum verið í 14-19°síðustu 2 ár.

Ertu með fleiri spurningar?

Finnurðu ekki svarið sem þú ert að leita af? Hafðu samband