1. - 5. nóvember 2024

Veiddu hinn magnaða Hucho í Slóveníu

Hucho fluguveiði
í Slóveníu

Það er einstakt að kasta flugu fyrir fisk í Slóveníu. Náttúran og umhverfi veiðinnar er algerlega magnað.

Ekki nóg með það því nú verður þú á höttunum eftir risafiski! Þú veiðir í þrjá heila daga og deilir ekki stöng með öðrum.

Veitt er á ýmsum stöðum í Slóveníu og ákveða gædarnir okkar á hverjum morgni hvert best er að fara, upp á að veiðilíkurnar séu alltaf hámarkaðar.Þú mátt búast við að sjá nokkrar ólíkar tegundir fiska; staðbundinn urriða, regnbogaurriða, marmaraurriða og grayling – en huchoinn er markmiðið.

Til þessa að ná honum eru ekki notaðar venjulegar urriðaflugur. Nei, gædarnir kalla flugurnar „rottur“!

2-3 stangir fara með hverjum gæd – og fara gædarnir með sína hópa á ólíka staði. Lagt er af stað í veiðina um kl. 8 á hverjum morgni og veitt er inn í sólarlagið. Ekki þarf að taka pásu yfir daginn en að sjálfsögðu þarf að næra sig og þá er farið á nærliggjandi veitingastaði.

Við getum ekki lofað þér ótal fiskum en við getum lofað þér ógleymanlegri veiðiupplifun!
Header image
Verð

Þú kemur með flugustöng, hjólið og vöðlurnar - við sjáum um rest

Hægt er að tryggja sér sæti í ferðina með því að greiða staðfestingargjald kr. 40.000 per farþega í bókunarvélinni. Við bjóðum einnig Netgiró og PEI. Fyrir slíkar greiðslur þarf að hringja í síma 578 9888 á milli 09-16 virka daga og ganga frá greiðslu. Lokagreiðsla er innheimt 8 vikum fyrir brottför.

Visitor áskilur sér rétt til þess að breyta, fresta eða fella niður ferð ef lágmarksþátttaka næst ekki.

Innifalið í verði:
Gisting
Morgunmatur
Reyndir leiðsögumenn
Flugur
Veiðileyfi
Taumur
Akstur í veiði
Verð*
260.900 kr.
Bóka hjá Visitor
*Flug er ekki innifalið í verði

Gisting

Gist er á hóteli í miðbæ Ljubljana. Ef þreytan er ekki of mikil eftir veiði dagsins er gaman að rölta um í gamla bænum í þessari fallegu borg og fá sér ljúffengan kvöldmat á einum af fjölmörgum veitingastöðum borgarinnar. Að gista í Ljubljana er alger aukabónus við þessa ferð.
Header image
Header image
Header image
Header image
Header image
Header image
Header image
Header image
Header image
Header image

Hvað þarf ég?

Það eru auðvitað einhverjir hlutir sem fólk vill og þarf að taka með sér. Við mælum þó með að ferðast eins létt og hægt er!

Veiðistöng
Við erum að fara í stórlaxaveiði.Best er að koma með einhendu fyrir línu 8 til 10. Enn betra er að vera með tvíhendu.

Veiðihjól + flotlína
Það þarf að taka með sér veiðihjól með flotlínu eða mjög hægsökkvandi.

Vöðlur + vöðluskór
Við erum að fara í byrjun nóvember þannig að það er skynsamlegt að taka föðurlandið með sér og hlýjan veiðijakka, hanska og húfu.

Möst veiðidót
Við mælum með því að ferðast sem léttast, en auðvitað er persónulegt hvað hver og einn vill taka með sér í veiðiferðir. Veiðigleraugu, vesti og fleira til að taka með sér er auðvitað leyfilegt.

Valfrjálst: Flugur + Taumar
Einhverjir hafa vilja að prófa Black Ghost eða Rauðan Francis eða annað íslenskt fiskanammi auk þess sem það er gott að vera með taum við hæfi á sér (20-36 punda tauma), ef gædinn er að vesenast einhverstaðar. Um að gera að taka með sér flugubox með flugum til að prófa. Annars eru Hucho-flugurnar ekki líkar neinu sem við erum vön hér á Íslandi.

En hafa í huga reglurnar um agnhaldslausa króka, það er tekið mjög strangt á því í Slóveníu.
Header image
Header image
Header image
Header image
Header image
Header image
Header image
Header image
Header image
Header image
Viltu vita meira?

Algengar spurningar

Er ég tryggður á þessu ferðalagi?
Hver og einn sér um sínar tryggingar ef flugið fellur niður sem dæmi.
Er alveg pottþétt að ég mun veiða fisk?
Það er aldrei neitt pottþétt en við gerum okkar allra besta að passa upp á að það gerist. En meðalveiði á dag á hvern hefur verið 10+ fiskar.
Ég finn ekki flug, getið þið aðstoðað mig?
Við setjum alltaf saman facebook hóp þar sem við tengjum alla saman, við látum vita hvaða flug okkar starfsfólk kaupir og geta flestir keypt sömu flug.
Er kalt í Slóveníu í apríl?
Meðalhitin er 10° en við höfum verið í 14-19°síðustu 2 ár.

Ertu með fleiri spurningar?

Finnurðu ekki svarið sem þú ert að leita af? Hafðu samband